Cava salurinn

Cava club, er einstaklega fallegur veislusalur á höfuðborgarsvæðinu, í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekkunni með útsýni yfir Elliðaárdalinn. Salurinn er 230m2 þar af er um 40m2 milliloft með sviði yfir salinn sem tekur ílangur á móti skemmtikröftum. 5 metra lofthæð er í þessu fallega bogalaga húsnæði, sem veitir svokallaða bragga stemningu. Gengið er út á útisvæði af millilofti á austurhlið hússins.

Salurinn tekur í núverandi uppstillingu 70-80 manns í sæti en hægt er að þétta uppstillingu og kom þar fyrir um 100 manns í sæti. Sviðið er stórt og rúmar heila hljómsveit þar sem allir gestir sjá vel á sviðið og gott dansgólf er þar fyrir neðan. Tvö klósett eru í salnum, lítið þvottarhús með uppvöskunnarvél en ekkert eldhús er í salnum. Þá er aðgengi mjög gott og næg bílastæði fyrir utan.

Cava club er veislusalurinn sem þú hefur verið að leita að.

 

 

Rate and write a review

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Rafstöðvarvegur 1a
Reykjavík 110 IS
Get directions